sunnudagur, 10. apríl 2016 – 18:00
Svör Ísafjarðarbæjar við fyrirspurn Félags ábyrgra hundaeigenda:
- Hvar eru óskilahundar geymdir? Þeir eru geymdir í ágætri aðstöðu í áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar á Stakkanesi.
- Hvað er gert til þess að reyna að hafa uppi á eiganda hunds sem finnst innan bæjarmarka? Auglýst er eftir hundaeigendum á Facebook síðu bæjarins og heimasíðu. Það hefur undantekningalaust virkað og þau átta ár sem undirritaður hefur starfað hefur hundur, að því er ég best man, aldrei þurft að vera yfir nótt.
- Er einhver munur á verklagi varðandi hunda sem eru örmerktir og þeirra sem ekki eru það? Nei
- Hvert er dagsgjald hjá þeim vörsluaðila sem hýsir óskilahunda fyrir bæinn? Gjald fyrir fyrstu handsömun hunds er 16.254 kr., en ekkert sérstakt vörslugjald er tekið.
- Er hundaeftirlit Ísafjarðarbæjar með upplýsingasíðu, eins og t.d. á Facebook, þar sem hægt er að sjá tilkynningar um týnda og fundna hunda? Facebook síða Ísafjarðarbæjar er nýtt í þetta og hefur reynst mjög vel.
- Í hversu mörg útköll fara hundaeftirlitsmenn að meðaltali á dag? Mjög fá yfir árið.
- Hverjar eru hæfniskröfur sem gerðar eru til hundaeftirlitsmanna? Ég þarf að fá að skoða þetta aðeins betur.
- Hvernig eru samskiptum lögreglu og hundaeftirlits háttað þegar kemur að óskilahundum, sérstaklega ef óskilahundur er gripinn utan opnunartíma hundaeftirlitsins? Það fer eftir aðstæðum. Síðast þegar lögreglan náði í hund, var hann hafður í góðu yfirlæti á lögreglustöðinni þar til hundaeftirlitið opnaði.
- Þegar hundur er fjarlægður af heimili er þá beðið um heimild til þess fyrir dómstólum? Hefur ekki komið til þess.
- Hversu margar kvartanir (sundurliðað eftir umkvörtunarefni) berast á hverju ári til hundaeftirlitsins? Ca 10
- Hvernig eru verkferlar hjá hundaeftirlitinu þegar hundur glefsar eða bítur fólk? Hefur ekki komið til kasta bæjarfélagsins síðustu ár
- Ef hundaeftirlitsmaður kemur auga á lausan hund, hvað gerir hann þá ? En ef eigandi er nálægt, er brugðist öðruvísi við þá? Ef eigandi er nálægt er tiltal yfirleitt látið nægja. Eins ef vitað er hver eigandi hundsins er, þá er jafnvel hringt í hann. Almennt er reynt að beita ekki harðari úrræðum en þarf.
- Hversu lengi eru óskilahundar geymdir áður en þeim er lógað? Á ekki við, hundar hafa undantekningalaust verið sóttir.
- Er haft samband við félög eins og Dýrahjálp áður en hundi er lógað? Á ekki við
- Hversu mörgum hundum hefur verið lógað frá árinu tvö þúsund? Á ekki við
- Er boðið upp á að skrá hunda rafrænt? Það er í boði að skrá hunda á rafrænan hátt í nýju rafrænu umsóknarkerfi Ísafjarðarbæjar
- Ber hundaeiganda alltaf að vera með merki frá hundaeftirlitinu á skráðum hundi? Hver eru viðurlögin við því að setja ekki merki á skráðan hund? Já. Viðurlög við broti eru áminning og við ítrekuð brot afturköllun leyfis.
- Er aðeins hægt að ná í hundaeftirlitsmenn á auglýstum símatíma? Nei, vaktsími
- Hversu margar fyrirspurnir fékk hundaeftirlitið á síðasta ári? Þetta er sú fyrsta
- Samkvæmt vefsíðu Hundasamfélagsins þá týndust 195 hundar í desember 2015 og janúar 2016. Hversu margar tilkynningar um týnda hunda bárust hundaeftirlitinu á þessum tíma? Á ekki við
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson
Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar
FÁH þakkar Ísafjarðarbæ fyrir skjót og greinargóð svör.