Þórhildur Bjartmarz:
Þríeykið, Þórhildur, Brynhildur og íslenski fjárhundurinn Skuggi fóru í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 8. apríl. Markmið heimsóknarinnar var að kynna sögu íslenska fjárhundsins í máli og myndum. Eins og fyrr var það Skuggi sem stal senunni með heillandi framkomu.
Sigurbjörg Hannesdóttir,deildarstjóri iðjuþjálfunar tók á móti DVD um íslenska fjárhundinn sem var gjöf frá Hundaræktarfélag Íslands til hundavina á Hrafnistu í Reykjavík.
Myndirnar voru teknar áður en fyrirlesturinn byrjaði og það fjölgaði talsvert í salnum stuttu seinna.
Við Brynhildur þökkum fyrir góðar móttökur og áhugaverðar samræður um hundahald fyrr á árum