Þórhildur Bjartmarz:
Á heimasíðu HRFI er vakin athygli á að framboðsfrestur til stjórnarsetu rennur út 30. marz nk sem er miðvikudagur í næstu viku. Vonandi verður nóg af frambjóðendum eins og í fyrra og samkeppni verði um atkvæði félagsmanna. Frambjóðendur sem af brennandi áhuga eru tilbúnir til að taka þátt í öllum störfum félagsins og uppbyggingu þess eins og við segjum gjarnan á tyllidögum. Það verður spennandi að sjá lista yfir þá félagsmenn sem bjóða fram krafta sína, hvaða málefni þeir ætla að leggja áherslu á og hvernig þeir sjá leiðir að þeim markmiðum.
Úr lögum HRFÍ:
IV. Stjórn félagsins
10. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Árlega skal kjósa sameiginlega tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Árlega skal kjósa einn varamann til tveggja ára.
Endurkjör er leyfilegt. Sá sem fer með framkvæmdastjórn HRFÍ hefur ekki kjörgengi til stjórnar. Formaður og/eða stjórnarmenn HRFÍ skulu jafnframt ekki vera á launaskrá hjá félaginu.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út 30. mars ár hvert og nöfn frambjóðenda tilkynnt á heimasíðu félagsins. 31.mars eða fyrsta virka dag eftir
það. Kynning á frambjóðenda skal liggja frammi á skrifstofu og heimasíðu félagsins eigi síðar en 10. apríl.
Á næsta aðalfundi verður kosið um:
Tvö meðstjórnendur (aðalmenn)
Einn varamann