Jórunn Sörensen
Fyrsti fundur um Dag íslenska fjárhundsins var haldinn í Kópavogi 2. febrúar sl. Þórhildur Bjartmarz boðaði til fundarins. Markmið hennar er að búa til hóp sem heldur Dag íslenska fjárhundsins hátíðlegan 18. júlí ár hvert. Þessi dagur er valinn því hann er fæðingardagur Mark Watson sjá; http://hundalifspostur.is/2015/11/30/mark-watson-og-dagur-islenska-fjarhundsins
Á fundinn mættu 12 manns – þar af tveir í gegnum Skype
Markmiðið með Degi íslenska fjárhundsins er að vekja athygli á þjóðarhundinum, merkri sögu hans og hvernig tókst að bjarga kyninu frá útrýmingu á árunum 1950-1980.
Síðan kynnti Þórhildur ýmsar þær hugmyndir sem hún hefur um hvernig hægt sé að halda upp á slíkan dag. Hún lagði áherslu á að á þessum degi verði íslenski fjárhundurinn sem mest sýnilegur og að eigendur íslenskra fjárhunda eigi fyrst og fremst skemmtilegan dag með hundinum sínum.
Á þessum fyrsta Degi íslenska fjárhundsins er ætlunin að blása til hátíðar með eftirminnilegum hætti. Ekki er ætlunin að hafa svo mikið við á hverju ári en t.d. á fimm ára fresti.
Skipt var í fjóra vinnuhópa:
- Undirbýr auglýsingaspjöld/auglýsingaefni
- Undirbýr þátttöku meðal félagsmanna DÍF
- Kemur efni í fjölmiðla
- Sér um hátíðardagskrá
Fleira fólk vantar til starfa að hinum ýmsu, skemmtilegu verkefnum og er eigendur íslenska fjárhundsins hvattir til þess að skrá sig hjá; thorhildurbjartmarz@gmail.com