Sjö bændur í Mosfellsdal, Þingvallasveit og Ölfusi misstu fé – Hundarnir veiddu saman og voru skipulagðir – Tveir náðust og var lógað
DV/Eggert Skúlason
Bændur í Mosfellsdal, Þingvallasveit, Grafningi og Ölfusi hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum af völdum hundaflokks sem leikið hefur lausum hala á Mosfellsheiði og í næsta nágrenni í sumar. Á bænum Hraðastöðum í Mosfellsdal liggur fyrir að 65 lömb og kindur hafa fallið fyrir dýrbítunum. Bjarni Bjarnason, bóndi á Hraðastöðum, kom að þremur hundum sem höfðu ráðist á lamb, þegar hann var í fyrstu smölun. „Við komum að þremur hundum sem voru búnir að fella kind. Við höfðum samband við hundaeftirlitsmann í Mosfellsbæ. Tveir hundar voru klófestir en sá þriðji slapp,“ segir Bjarni.
Hafdís Óskarsdóttir, hundaeftirlitsmaður í Mosfellsbæ, staðfestir að hundunum hafi verið lógað. Leit stendur ekki yfir að þriðja hundinum en Hafdís veit að til er myndband sem sýnir hvernig hundarnir unnu skipulega saman. Fái hún frekari upplýsingar mun hún bregðast við þeim. Hundarnir voru íslenskir fjárhundar, örlítið blandaðir.
sjá fréttina:
http://www.dv.is/frettir/2015/10/9/fjarhundaflokkur-drap-hatt-i-hundrad-lomb/