Metaðsókn í hlýðnipróf á Akureyri

Þórhildur Bjartmarz:

Hlýðnipróf á vegum Svæðafélags Akureyrar var haldið í Reiðhöll Léttis á Akureyri nú um helgina. Alls voru 11 skráningar hvorn dag en hlýðni II próf var haldið nú í fyrsta sinn á Akureyri. Dómari var Albert Steingrímsson, prófstjóri Sandra Einarsdóttir og ritari Sigurlaug Hauksdóttir. Prófið gékk hratt og vel fyrir sig undir styrkri stjórn prófstjórans en prófin tóku tæplega 3 kls hvorn dag.

Það voru ekki einungis hundar og menn á norðurlandi sem mættu í prófið því af þessum 11 hundum komu 7 hundar af suðvesturlandi. En hvað er það sem dregur fólk norður í próf? Jú skemmtilegur félagsskapur, góð aðstaða og frábærar móttökur þeirra sem standa að Svæðafélaginu.

Laugardagur:

2 hundar tóku bronsmerkjapróf og fengu báðir bronsmerki HRFÍ

6 hundar tóku hlýðni I próf, 5 hundar náðu prófi, þar af fengu 3 hundar I. einkun

3 hundar tóku hlýðni II próf, allir náðu prófi en engin þeirra fékk I. einkun

Sunnudagur:

Eftir laugardaginn voru 2 hundar færðir á milli flokka. Annar þeirra sem náði bronsprófi fór í hlýðni I og 1 hundur sem var í hlýðni I tók próf í hlýðni II

1 hundur tók annað bronsmerkjapróf með frábærum árangri

6 hundar tóku hlýðni I próf, 5 náðu prófi, þar af fengu 2 hundar I. einkun

4 hundar tóku hlýðni II próf, 2 hundar náðu prófi en engin fékk I. einkun

Fyrir hönd „aðkomumanna“ þakka ég fyrir frábærar mótttökur og góða samveru

IMG_4678 IMG_4671  IMG_4662