Sleðahundakeppni við Hvaleyrarvatn

Næstkomandi miðvikudag 19. ágúst, kl. 19:00, verður þriðja og síðasta keppnin í Bendis-mótaröð Sleðahundaklúbbs Íslands haldin við Hvaleyrarvatn.

Eins og í hin skiptin er keppt í fimm greinum/flokkum, það eru; 7 km. bikejöring (hundur og hjól), fullorðins og unglingaflokkur og 5 km. canicross (hlaupið með hundi), kvenna, karla og unglingaflokkur.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér sportið til að mæta og horfa á. Flest allir hundar geta dregið, það er ekki mikill kostnaður í að koma sér upp „startpakka“ og það eru flestir til í að gefa góð ráð um hvernig best sé að byrja.

Í september og október eru síðan tvö stök mót þar sem hægt er að spreyta sig en nánar um það síðar.

 

sleda1 sleda2