Sunnudaginn 13. september opnar Tívolí í Kaupmannahöfn dyrnar fyrir Degi hundsins – dagurinn þar sem þeir fjórfættu fá alla athyglina. Tegundaskrúðganga með hundum af öllum stærðum og gerðum fer í gegnum garðinn og hundasýning þar sem bæði stórir og litlir hundar sýna sig sem „Hundar úr öllum heimshornum“. Einnig verða glæsilegir vinningar í hundagetraun.
Þegar Danska hundaræktarfélagið DKK og Tívolí taka höndum saman og halda Dag hundsins hátíðlegan er það ekki bara í lagi að taka hundinn sinn með inn í skemmtigarðinn – á hann er litið sem heiðursgest.
Dagur hundsins er einstakt tækifæri fyrir bæði tví- og fjórfætta að „þefa“ uppi nýjan kunningsskap – eða bara hitta þá sem ekki finnst það neitt undarlegt að tala lengi og innilega um hundinn sinn. Notalegur dagur þar sem þú getur hitt mikinn fjölda mismunandi hundategunda og fyrst og fremst upplifað alveg sérstaka og afslappaða stemningu í garðinum.
Fréttinni fylgir dagskrá og einnig er bent á að eina skilyrðið fyrir því að mega taka þátt er að hundurinn sé með ættbók frá DKK, að hann sé ekki eyrna- og skottstífður og að hann geti tekið þátt í skrúðgöngu með öðrum hundum af báðum kynjum