Stefnuskrá
Um Félag ábyrgra hundaeigenda
Félag ábyrgra hundaeigenda var stofnað 18. janúar 2012 af nokkrum hundaeigendum sem höfðu áhuga á að bæta stöðu hundaeigenda og hunda í borginni. Félagið er opið öllum. Tilgangur félagsins er að vera málsvari hundaeigenda og hunda með það að markmiði að stuðla að ábyrgu hundahaldi.
Markmið
- Að hundahald á Íslandi verði sambærilegt við hundhald á hinum Norðurlöndunum
- Að allir hundar á landinu verði skráðir eftir örmerki í einn gagnagrunn
- Að sveitarfélög felli niður ákvæði í samþykktum sínum um að sá sem vill eiga hund þurfi að sækja um leyfi
- Að eiga gott samstarf við ríki og sveitarfélög varðandi mál sem tengjast hundahaldi
Hvernig ætlum við að ná markmiðum okkar?
- Vinna að því að ákvæði sem takmarka hundahald verði felld úr reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002
- Vera talsmaður hundaeigenda og hunda þegar á þá er hallað
- Virkja sem flesta hundaeigendur í þágu málefnisins
- Halda uppi fræðslu um gott hundahald bæði á heimasíðu félagsins, í fjölmiðlum og á opnum fundum
Félagið er með heimasíðu fah.is og er á Facebook. Netfang félagsins er fah@fah.is