Framsóknarflokkurinn styður ekki krúttlega tillögu

Þórhildur Bjartmarz:

Sátu hjá við atkvæðagreiðslu um dýrahald á veitingastöðum: „Krúttleg tillaga“

Úrdráttur úr greininni: Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og tóku ekki þátt í umræðu um tillöguna. Því lá afstaða þeirra ekki fyrir hvers vegna þær sátu hjá.

„Í mínum huga snýst þetta um að margir eru hræddir við hunda og eru með ofnæmi. En þetta er alveg krúttleg tillaga,“ segir Guðfinna sem á barnabarn sem er með ofnæmi fyrir köttum. „Það hefur oft verið vandamál eða vera með barnabarnið þar sem eru kettir,“ segir Guðfinna en sjálf er hún með ofnæmi fyrir köttum en setur það ekki fyrir sig.

„Það hefur yfirleitt verið viðloðandi Framsóknarflokkinn að vera sveitaflokkur þannig að honum ætti að vera umhugað um dýrin,“ segir Guðfinna og hlær.

Birgir Olgeirsson http://www.visir.is/satu-hja-vid-atkvaedagreidslu-um-dyrahald-a-veitingastodum–kruttleg-tillaga-/article/2015150518954  

En ætli það séu einhverjir hundaeigendur enn til í Reykjavík sem styðja Framsóknarflokkinn? Það hljómar ekki vel og er alls ekkert krúttlegt að eiga fulltrúa í pólitík sem svarar með rökum því sem hentar fjölskyldunni best. Er þetta ekki sú gerð af pólitík sem allir vilja forðast.

Það er ekki hægt að vernda fólk sem er hrætt við hunda. Það er heldur ekki hægt að vernda fólk sem þorir ekki að vera í miðbænum á kvöldin og um helgar. Sem er þó líklega mun hættulegra en mæta hundaeigenda með hundinn sinn í taumi. Hversu lengi eigum við að hlusta á þessu fyrirhyggju og  hræðsluáróður. Fólk getur verið með ofnæmi fyrir ýmsu. Til dæmis virðist slæmt hnetuofnæmi vera algengt. Af hverju setja sveitarfélögin ekki algjört bann við hnetum á veitingastöðum. Af hverju er ekki bannað að dreifa hnetum í flugvélum. Ætti slíkt bann þá ekki líka að vera á ábyrgð sveitarfélaganna?

thorhildurbjartmarz@gmail.com