Bréf til BRYNJU – Hússjóðs Öryrkjabandalagsins

FÁH – Félag ábyrgra hundaeignda sendi þetta bréf 5. Maí 2015

Bréf til BRYNJU – Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Hátúni 10c

Stjórn FÁH, Félags ábyrgra hundaeigenda, lýsir yfir stuðningi sínum við baráttu íbúa í íbúðum BRYNJU – Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um að fá að halda gæludýr sín þar áfram.

Margir íbúarnir sem nú standa frammi fyrir því að sjá á baki gæludýrum sínum hafa jafnvel átt dýr sín svo árum skiptir og eru tengdir þeim djúpum tilfinningaböndum.

Fjölmargar rannsóknir styðja að dýrahald bæti andlega líðan sem er sérstaklega mikilvægt þeim sem sjúkir eru og jafnvel bundnir inni á heimilum sínum vegna sjúkdóma eða fötlunar.

Stjórn FÁH, Félags ábyrgra hundaeigenda, skorar því á stjórn BRYNJU – Hússjóðs Öryrkjabandalagsins að setjast niður með íbúum og reyna að finna farsæla lausn á málinu í stað þess að setja gæludýraeigendum afarkosti.

Virðingarfyllst,
Stjórn FÁH, Félag ábyrgra hundaeiganda

f.h. stjórnar:
Rakel Linda Kristjánsdóttir,
formaður