Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 1 2022

Fyrsta hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 2022

Fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið laugardaginn 12. febrúar í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum. Sex hundar voru skráðir í prófið og mættu allir. Allir náðu hundarnir náðu einkunn, tveir í Bronsmerki og fjórir í Hlýðni I.

Einkunnir og sætaröðun:

Bronsmerki:

Í 1. sæti með 170,5 stig og Bronsmerki HRFÍ – Tinnusteins Aurskriða IS30408/21 German shepherd dog og Tinna Ólafsdóttir

Í 2. sæti með 162 stig og Bronsmerki HRFÍ – Stefstells Helga Fagra IS13430/09 – íslenskur fjárhundur og Andrea B Hannesdóttir

Báðir hundarnir voru í Bronsprófi í fyrsta sinn og náðu mjög góðum árangri.  Skriða með toppeinkunn 170,5 stig af 180 mögulegum. Skemmtilegt að geta þess að íslenski fjárhundurinn Helga Fagra verður 13 ára nú í vor. Gaman að sjá svona fullorðin í topp ástandi í hlýðniprófi

Til hamingju með Bronsmerki HRFÍ Tinna og Andrea

Hlýðni I

Í 1. sæti með 190 stig I. einkunn – Garðsstaða Assa Labrador retriever IS27613/20 og Gunnar Örn Arnarson

Í 2. sæti með 184,5 stig I. einkunn – Hrísnes Góða Nótt Labrador retriever IS19611/14 og Kristín Jóna Símonardóttir

Í 3. sæti með 150 stig II. einkunn – Stekkjardals Pandemic Labrador retriever IS27910/20 og Erla Heiðrún Benediktsdóttir

Í 4 sæti með 112,5 stig III. einkunn – Undralands Once Upon A Time Shetland sheepdog IS26310/19 og Erna S. Ómarsdóttir

 

Hrísnes Góða Nótt var að fá I. einkunn í þriðja sinn þannig að Kristín Jóna getur nú sótt um titilinn OB-I fyrir Nótt en Garðsstaða Assa þarf eina I. einkunn í viðbót til að hljóta þann titill.

Það var virkilega gaman að byrja nýtt starfsár með svona góðu prófi á laugardagskvöldi í – 10 stiga frosti. Reiðskemman var ísköld en ekki annað að sjá en þátttakendur og áhorfendur létu það ekki trufla góðri samveru.

Takk þið sem tóku þátt og hin sem mættu. Gott próf að baki og við bíðum eftir næsta prófi í marz

Prófstjóri: Berglind Gísladóttir

Ritari: Jóhanna Eyvinsdóttir

Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar fyrir þátttökuna

Einkunnir eru birtar með fyrirvara um villur. Eins og fyrr er þátttakendur hvattir til að fara yfir prófblöðin og láta vita ef villur leynast í útreikningi