Hlýðnipróf nr 4 2020 Akureyri
Árlegt hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram í dag. Þetta var fyrri dagurinn í tveggja daga prófi en hvort próf telst sjálfstætt próf. Það stefndi í stórt próf því fyrir tveimur dögum voru 13 hundar skráðir en einungis 6 hundar voru prófaðir. Sömu hundar eru einnig skráðir á morgun
Hlýðni I próf:
Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk – til að ná einkunn þarf 100 stig – hundar fá svo I. II. og III. einkunn eftir stigafjölda
- sæti með 185 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ* IS20995/15 Hugarafls Hróður, border collie og Elín Lára Sigurðardóttir
- sæti með 179,5 stig I. einkunn IS21791716 Hetju Eltu skarfinn Massi, labrador og Aníta Stefánsdóttir
- sæti með 165,5 stig I. einkunn IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
- sæti með 105 stig III. einkunn IS 23948/17 Nætur Dynex, collie rough og Björg Thedórsdóttir
*1 hundur fékk Silfurmerki HRFÍ en það er einungis gefið hverjum hundi einu sinni og þarf hundurinn þá að hafa náði a.m.k. 5 stigum í öllum æfingum
Hlýðni III próf:
- sæti með 287,5 stig I. einkunn IS 24111/17 Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz.
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritari:
Prófið fór fram í Reiðhöll Léttis á Akureyri og var umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar eins og áður