Hlýðnipróf nr 5 2020 Akureyri

Hlýðnipróf nr 5 2020 Akureyri

Síðari dagur í árlegu hlýðniprófi Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram í dag. Sjá umfjöllun um hlýðnipróf nr 4.

Hlýðni I próf:

Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk – til að ná einkunn þarf 100 stig – hundar fá svo I. II. og III. einkunn eftir stigafjölda

  1. sæti með 193,5 stig I. einkunn IS20995/15 Hugarafls Hróður, border collie og Elín Lára Sigurðardóttir
  2. sæti með 186,5 stig I. einkunn IS21791716 Hetju Eltu skarfinn Massi, labrador og Aníta Stefánsdóttir
  3. sæti með 150,5 stig II. einkunn IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
  4. sæti með 118 stig III. einkunn IS 26987/19 Forynju Bestla, German shepherd dog og Berglind Rán Helgadóttir

Þar með eru þau Hrói og Elín Lára með hæstu einkunn ársins í Hlýðni I og í þriðja sinn sem Hrói (Hróður) fær I. einkunn í Hlýðni I. Þar með uppfyllir hann skilyrði fyrir titlinum OB-1. Til hamingju með frábæran árangur um helgina Elín Lára.

Þau Massi og Aníta áttu einnig góða helgi bættu við sig stigum frá því í gær en þau verða að mæta í próf hjá öðrum dómara til að geta sótt um titilinn OB-I

 

Hlýðni III próf:

  1. sæti með 238,5 stig II. einkunn IS 24111/17 Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz.

 

Dómari: Albert Steingrímsson

Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir

Ritari: Anna Stefánsdóttir

Prófið fór fram í Reiðhöll Léttis á Akureyri og var umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar eins og alltaf.

F.h. okkar þátttenda lengra að komna þakka ég norðanfólki fyrir frábæra helgi í glæsilegri aðstöðu í reiðhöll Léttis.