Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 3 2020

 

Kvöldpróf haldið í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum 27. ágúst. Ellefu hundar voru skráðir í prófið – átta í Bronsmerki – tveir í Hlýðni I og einn í Hlýðni II.

 

Bronsmerkjapróf:

Af þessum átta hundum fengu tveir hundar Bronsmerki HRFÍ. Fimm hundar náðu prófi.

  1. sæti með 169 stig og Bronsmerki HRFÍ IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
  2. sæti með 146 stig IS 22921/17 Miðvalla Hermione Granger, Labrador og Marta S. Björnsdóttir
  3. sæti með 137 stig og Bronsmerki HRFÍ IS 26982/19 Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn, German shepherd og Ingibjörg Hauksdóttir
  4. sæti með 131 stig IS 24305/18 Gunnarsholts Be My Baroness, White Swiss shepherd og Thelma Harðardóttir
  5. sæti með 93 stig IS 26984/19 Forynju Breki, German shepherd og Sölvi Snær Guðmundsson

 

 

Hlýðni I próf:

Tveir hundar voru skráðir í þennan flokk  – báðir hundarnir sýndu glæsilegan árangur og náðu báðir I. einkunn

  1. sæti með 193 stig og Silfurmerki HRFÍ IS 24816/18 Fly And Away Accio Píla, border collie og Silja Unnarsdóttir
  2. sæti með 185 stig IS 25027-18 Ivan von Arlett – German shepherd dog og Hildur Pálsdóttir. Þetta var í þriðja sinn sem þau náðu I. einkunn í Hlýðni I og uppfylla þar með skilyrði fyrir OB-I titli.

 

 

Hlýðni II próf:

  1. sæti með 173,5 stig IS 22483/16 Asasara Go Go Vista, border collie og Silja Unnarsdóttir

 

Það var gaman að sjá alla þessa þátttöku í Bronsprófinu og þó svo allir náðu ekki prófi voru margir hundar að skila mjög góðri frammistöðu.

En hundar prófsins voru án efa mæðgurnar hennar Silju sem mættu með látum í prófið – yngri tíkin með 193 stig í Hlýðni I og mamman með 173,5 stig í Hlýðni II en fékk þó 0 í æfingunni að “senda fram” sem gefur 20 stig. Frábær árangur hjá þeim í kvöld.

 

Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ritari: Tinna Ólafsdóttir

F.h. Vinnuhundadeildar þakka ég þeim sem komu að prófinu