Sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 30. maí

Fyrsta sporapróf ársins var haldið í dag ásamt hlýðniprófi. Fjórir hundar voru skráðir í sporaprófið en þeir tóku líka þátt í hlýðniprófinu.

Í Spori I voru tveir hundar skráðir. Annar þeirra náði prófi en það var:

Gjósku Vænting og Tinna Ólafsdóttir með 85 stig

Í Spori III voru tveir hundar skráðir. Báðir náðu glæsilegum árangri:

Ibanez White Shepard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz með 96 stig

Forynju Aska og Hildur Pálsdóttir með 94 stig

Prófið var haldið á Hólmsheiðinni við ágætis aðstæður +9 stig og gola

 

Dómari: Albert Steingrímsson

Prófstjóri: Valgerður Stefánsdóttir

Aðsoðarmaður: Gunnhildur Jakobsdóttir

Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar starfsmönnum prófsins fyrir þeirra framlag