Níunda og næst síðasta hlýðnipróf ársins á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram í morgun á Kjóavöllum
Fjórir hundar voru skráðir í Hlýðni 1 og náðu þeir allir prófi.
Í 1. sæti var Forynju Aska með frábæran árangur 190,5 stig og I. einkunn.
Í 2. sæti var Sunnusteins Hryðja með 168,5 stig, I. einkunn og uppfyllir þar með kröfur um titilinn OB-1 því þetta var í þriðja sinn sem Hryðja fær I. einkunn í Hlýðni I.
Í 3. sæti var Gjósku Vænting með 167,5 stig og I. einkunn. Vænting var þarna að fá I. einkunn í Hlýðni I í fyrsta sinn og fékk því silfurmerki HRFÍ.
Í 4. sæti var nýliði í hópnum, Vinar Usain Bolt með 117 stig eða III. einkunn.
Dómari var Björn Ólafsson
Prófstjóri var Erla Heiðrún Benediktsdóttir
Ritari var Marta Sólveig Björnsdóttir
Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar dómara, prófstjóra, ritara og þátttakendum fyrir gott próf
Dýrheimar/Royal Canin gaf verðlaun