Hlýðnipróf HRFÍ nr 6 og 7 2019

Norðurhundar og Vinnuhundadeild HRFÍ héldu tvö hlýðnipróf á Akureyri, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september í reiðhöll Léttis.  Albert Steingrímsson dæmdi bæði prófin og prófstjóri var Elín Þorsteinsdóttir. Sjö hundar voru dæmdir hvorn dag þ.e.a.s allir hundarnir tóku tvö próf þessa helgi. Þetta voru sjötta  og sjöunda hlýðnipróf ársins 2019.

Árangur báða dagana:

Bronspróf:

Nætur Dynex, collie og Björg Theodórsdóttir

laugardagur: 127 stig

sunnudagur: 109 stig

Dynex náði prófi báða dagana en fékk ekki Bronsmerki HRFÍ því hann fékk 0 í einni æfingu báða dagana

 

Hlýðni I:

Norðan Heiða Svartaþoka Skotta, Flat coated retriever og Gunnhildur Jakobsdóttir

laugardagur: 168,5 stig I. einkunn og 2. sæti

sunnudagur: 190 stig I. einkunn og 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ

Skotta fékk ekki Silfurmerki á laugardag því hún fékk 0 í einni æfingu. Þetta var í þriðja sinn sem Skotta nær I. einkunn í hlýðni I en alltaf hjá sama dómara og þarf því að ná sér í I. einkunn hjá öðrum dómara til að geta fengið titlilinn OB-1

 

Tinna, Labrador retriever og Dagur Ingi Sigursveinsson

laugardagur: 177,5 stig I. einkunn og 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ

sunnudagur: 161 stig I. einkunn og 3. sæti

Þetta var í þriðja sinn sem Tinna nær I. einkunn í hlýðni I en alltaf hjá sama dómara og þarf því að ná sér í I. einkunn hjá öðrum dómara til að geta fengið titlilinn OB-1

 

Hetju Eltu skarfinn Massi, Labrador retriever og Anita Stefánsdóttir

laugardagur: 140,5 stig II. einkunn

sunnudagur: 184,5 stig I. einkunn og 2. sæti og Silfurmerki HRFÍ

Þetta var í fyrsta sinn sem þau Massi og Anita mættu í próf og það var virkilega gaman að sjá hvað þau bættu sig á sunnudeginum

 

Hlýðni II:

Bez-Ami´s Always My Charming Tosca og Fanney Harðardóttir

laugardagur: 156 stig II. einkunn

sunnudagur: 155 stig II. einkunn

 

Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz

laugardagur: 157,5 stig II. einkunn

sunnudagur: 165 stig I. einkunn og 1. sæti

Báðar tíkurnar voru að taka próf í hlýðni II í fyrsta sinn. Þær fengu báðar 0 í einni æfingu báða dagana en ágætis árangur hjá þeim því það vantar örfá stig í I. einkunn sem er 160 stig

 

 

Hlýðni III:

Abbadís  og Þórhildur Bjartmarz

laugardagur: 290 stig I. einkunn og 1. sæti

sunnudagur: 287 stig I. einkunn og 1. sæti

Á laugardag var Abbadís þar með fyrsti hundurinn sem nær fyrstu einkunn í þriðja sinn í hlýðniprófi III hjá HRFÍ.  Hún tók svo fyrstu einkunn í fjórða sinn í hlýðniprófi III á sunnudag.

 

Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar Norðurhundum samstarfið. Það er frábært andrúmsloft í prófunum fyrir norðan og reiðhöllin þægileg.

Takk Fanney, Ella, Albert og Brynja ritari prófsins