Úr hundasamþykkt Reykjavikurborgar 2002

Þórhildur Bjartmarz:

 

Nýlega fann ég samþykkt um hundahald í Reykjavík frá árinu 2002. Ef hún er borin saman við gildandi samþykkt þá hafa liðir 2,3,5,10 og 12 verið felldir út. Ég var reyndar að leyta og vonast til að finna eldri reglugerð þar sem stóð í einum tölulið í 16. grein, undir heitinu Óheimilir staðir skv. ýmsum reglugerðum “Þar sem líkbrennsla fer fram”. Grínlaust þá var það í reglugerðinni og mér var alltaf skemmt þegar ég las það fyrir fólk á hvolpanámskeiðum eins og við ættum yfirleitt erindi þangað, Snati minn komdu við þurfum að skreppa og fylgjast með þegar…


Í reglugerðinni frá 2002 er sérstaklega tekið fram að kirkjugarðar séu óheimilir staðir – ég get ekki fundið það í núgildandi samþykkt frá 2012.
Hvers vegna er þá fólki óheimilt að ganga með hunda í krikjugörðum þegar ekkert er getið um það lengur í reglugerðinni og þegar almennt er heimilt er að ganga með hunda í almenningsgörðum í Reykjavík. Má ekki líta svo á að kirkjugarðar séu almenningsgarðar eða hvað?