Hundurinn minn – Fanney Harðardóttir

Líf mitt með hundum

Fanney Harðardóttir

 

  1. Hvað heitir hundurinn þinn/hundarnir þínir/teg og aldur?

 

Mínir hundar eru fjórir: ungverska vizslan Bassi sem er 13 ára, labradorinn Petra hún er 10 ára og svo á ég tvo flatcoated retriever, Romeo 3 ára og Tosca 6 ára.

 

 

  1. Af hverju valdir þú þetta kyn?

 

Ég hef alla tíð heillast af veiðihundum, fuglahundum og hundum sem sækja. Þar sem maðurinn minn stundar skotveiðar þá passaði þetta vel inní lífsmunstrið, ég hef gaman af að þjálfa hundana og hann elskar að taka með vel þjálfaða hunda á veiðar. Svo eru þessir hundar mjög fjölhæfir og fjölskylduvænir.

 

  1. Hersu lengi hefur þú átt hund/hunda?

 

Ég eignaðist minn fyrsta hund 12 ára gömul, blending sem hét Káta. Við áttum margar góðar stundir saman og vorum alltaf að æfa einhverjar kúnstir sem nú mundi flokkast undir agility, en þá vissi ég ekki hvað það var.

 

  1. Hvernig lýsir þú samskiptum þínum/fjölskyldunnar og hundsins?

 

Hundarnir og fjölskyldan er eitt, við gerum nánast allt saman. Hér eru allir vanir að hafa hund uppí sófa og undir borðum og gestir hættir að kippa sér upp við þá, þó gilda ákveðnar reglur sem eru þó mjög sveiganlegar eftir aðstæðum. Börnin mín hafa alist upp með hundum og að þeir eru partur af heimilishaldi.

 

     

 

  1. Er lífið betra með hundum?

 

Já lífið er betra með hundum, ekki auðveldara en betra – það eru óþarflega mörg boð og bönn í íslensku samfélagi. Hundar kenna manni að slaka á og horfa á lífið með öðrum augum, ég veit ekkert betra en að koma heim úr vinnu, setjast niður með þeim og spá í hvað við eigum að fara gera, göngutúr eða taka einhverjar æfingar. Eins hefur vinahópur minn stækkað með þeim.