mbl.is Láta vita ef þeir finna fyrir ofnæmiseinkennum

Anna Sigríður Einarsdóttir mbl.is

Verði gælu­dýr­um leyft að ferðast með stræt­is­vögn­um í til­rauna­skyni í eitt ár, þá verður að hvetja þá sem finna fyr­ir of­næmis­ein­kenn­um vegna þess­ara fer­fættu ferðafé­laga til að láta vita ef þeir finna fyr­ir of­næmis­ein­kenn­um, seg­ir Davíð Gísla­son of­næm­is­lækn­ir hjá Lækna­setr­inu.

Mbl.is greindi frá því í gær að Strætó bs. sé nú með til skoðunar til­lögu starfs­hóps um að gælu­dýr­um verði leyft að ferðast með strætó í ár í til­rauna­skyni.

Frétt mbl.is: Vilja leyfa dýr­in í strætó í eitt ár

„Það verður að gera ráð fyr­ir að þetta valdi ein­hverj­um óþæg­ind­um en ég get ómögu­lega sagt hversu mikl­um,“ seg­ir Davíð og ít­rek­ar að hann byggi ekki skoðanir sín­ar á rann­sókn­um á notk­un gælu­dýra á al­menn­ings­sam­göng­um. „Ég veit vel að dýr­um er leyft að ferðast með al­menn­ings­sam­göng­um víða, t.d. á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir hann og kveðst telja að víða er­lend­is sé um svo gaml­an sið að ræða að málið hafi aldrei komið til umræðu.

Of­næmis­ein­kenni vegna katta verri en vegna hunda

Dýra­of­næmi er tölu­vert al­gengt að sögn Davíðs, sem seg­ir á bil­inu 10-12% af ungu fólki vera með katt­arof­næmi. Tíðnin sé aðeins lægri varðandi hunda­of­næmi, þar sé tal­an á bil­inu 8-10% og þá séu of­næmis­ein­kenni vegna katta verri en vegna hunda.

Fram kom í sam­tali mbl.is við Hall­gerði Hauks­dótt­ur, for­manns Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands að of­næm­is­vak­inn sé nú þegar til staðar í strætó í formi dýra­eig­and­ans sem ferðist með vagn­in­um. Davíð seg­ir vissu­lega rétt að það geti valdið of­næmis­ein­kenn­um að sitja við hlið dýra­eig­enda. „En það dett­ur nátt­úru­lega eng­um í hug að banna dýra­eig­end­um að um­gang­ast annað fólk,“ seg­ir hann.

Dæmi um viðbrögð við mann­leg­um of­næm­is­vök­um sé þó að finna í skól­um og leik­skól­um þar sem leik­skóla­kenn­ari með slæmt of­næmi geti t.d. fundið fyr­ir ein­kenn­um frá barni sem kem­ur frá heim­ili þar sem er kött­ur.

Best ef dýr­in gætu farið inn að aft­an

Hann tel­ur þó að kött­ur sem ferðist í búri í strætó sé ólík­leg­ur til að valda mikl­um of­næmis­ein­kenn­um sitji hann ekki í fang­inu á viðkom­andi. Þá séu of­næmisviðbrögð við hund­um minni, en engu að síður sé hægt að sá fyr­ir sér að væri komið inn í strætó með stór­ann hund í rign­ingu að þá gæti slíkt valdið viðbrögðum hjá þeim sem eru viðkvæm­ir. „Við vit­um að hund­ur byrj­ar á að hrista sig þegar hann kem­ur inn í skjól.  Við það þeyt­ir hann bleyt­unni af sér út um stórt svæði og það er úti­lokað annað en að slíkt gæti valdið of­næmi,“ seg­ir Davíð.

Starfs­hóp­ur­inn kom með þá til­lögu að dýr­um yrði gert að vera aft­ast í vagn­in­um og að sæti fremst í vagn­in­um væru frá­tek­in fyr­ir of­næm­is­fólk. Þau sæti ættu dýra­eig­end­ur ekki að setj­ast í, óháð því hvort að dýr­in væru með í för.  Davíð seg­ir slíkt vissu­lega hjálpa. „Best væri þó að dýr­in gætu farið inn í vagn­inn að aft­an­verðu og það á ekki hvað síst við í rign­ingu þegar að stór­ir hund­ar væru að koma inn í vagn­inn.“

Lengd ferðar skipt­ir máli

Hunda- og katta­of­næmi telst bráðof­næmi, þar sem of­næmis­ein­kenni koma fram á nokkr­um mín­út­um. Of­næmisviðbrögð eru þó mis­mik­il og er allt frá því að vera á frek­ar vægu stigi og yfir í að vera mjög sterk, en að sögn Davíðs eru þó fæst­ir með of­næmi á það háu stigi.

Ein­kenni geta verið hvim­leið og valdið óþæg­ind­um, þó ekki sé um lífs­hættu­legt of­næmi að ræða líkt og í til­felli vissra mat­ar­teg­unda. Fyrstu ein­kenni eru hnerri og kláði í nefi og aug­um, en geta farið yfir andþyngsli og gæti jafn­vel ast­mak­ast fyr­ir þann sem er með of­næmi á háu stigi. Davíð seg­ir lengd ferðar vissu­lega hafa áhrif í þessu sam­bandi.

„Það má gera ráð fyr­ir að það séu til­tölu­lega fáir sem fái slík ein­kenni, en það er alls ekki hægt að úti­loka það,“ seg­ir hann.

„Þess vegna held ég að það sé mik­il­vægt að ef þetta á að vera raun­veru­leg til­raun í eitt ár eins og um er talað, að þá séu þeir sem finna fyr­ir ein­kenn­um hvatt­ir til að láta vita.“

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/02/01/hvatt_til_ad_tilkynna_ofnaemi/