Viðtal við Svein Kjarval 1968

Þórhildur Bjartmarz:

Úr Þjóðviljanum 1968

Frá Landbúnaðarsýningunni í Laugardal er margt forvitnilegt að sjá eins og að líkum lætur, þar á meðal eru nokkrir hundar af hreinræktuðu íslenzku kyni. Fjórir þeirra eru frá Sigríði Pétursdóttur á Ólafsvöllum á Skeiðum, en hún hefur alið upp hunda af íslenszku kyni. Einnig er þar í búrinu ein tík sem Sveinn Kjarval húsgagnaarkitekt á og hefur alið upp. Einkenni á íslenzka hundinum er hringað skott og upprétt eyru sagði Sveinn þar sem við hittum hann við hundabúrið. Það fara nú að verða síðustu forvöð að hægt verði að bjarga íslenzka hundakynstofninum og erum við að þessu af áhuga eingöngu.

Fannst mér því vægast sagt nokkuð nöturlegt þegar ég fékk nú fyrir skemmstu bréf frá yfirvöldum Seltjarnarnesshrepps þar sem ég bý, með ströngum fyrirmælum um að ég yrði að losa mig við hundana. Ég get alls ekki sætt mig við þetta valdsboð og tel það skerðingu á persónufrelsi og heimilisfriði, meðan ekkert er að kvarta undir meðferð á dýrunum.  Ég skal með glöðu geði greiða hundaskattinn og sæta reglum um meðferð dýranna, en ég get ekki sætt mig við að yfirvöldin geti bannað mér að eiga þessi dýr, sagði Sveinn að lokum.

Hvernig sem þessu hundastríði lyktar verður það áreiðanlega metið að verðleikum síðar að áhugafólk er nú að gera úrslitatilraun til að vernda og bjarga íslenzka hundakyninu, og vafalaust eiga íslenzku hundarnir á landbúnaðasýningunni eftir að gleðja augu þúsunda sýningargesta. Á myndinni sést Sveinn Kjarval á “tali” við hundana

Úr Þjóðviljanum í ágúst 1968

landbúnaðarsýningi 1968 1 landbúnaðarsýningi 1968 2

 

Hundaræktarfélag Íslands var stofnað rúmu ári síðar. Meðal 29 stofnfélga voru: Sveinn Kjarval, Guðrún Kjarval, Ingimundur Kjarval og Tove Kjarval