Spurt um hæfileika Bósa á Höskuldsstöðum

Ég skrifaði um Bósa úr Skagafirði fyrr í vetur í greininni Kveðjustund á Keldum.  Þessi frásögn um Bósa var unnin árið 1955 fyrir Mark Watson sem hafði séð hundinn þegar hann var á ferð í Skagafirði.

Frásögn um Bósa á Höskuldsstöðum í Skagafirði.

Bósi á Höskuldsstöðum er gulur hundur, fremur ljós. Hann er með vel upprett eyru og hringað skott. Hann er 8-9 vetra gamall og er farinn að sýna nokkur ellimörk. Þó heyrir hann og ser ágætlega og er kátur. En fæturnir eru farnir að bila en er þó ekki haltur. Hann virðist lítið eitt taugaveiklaður. Segja má um Bósa að hann sé meiri dugnaðarhundur en vithundur. Geðgóður er hann og dagfarsgóður í allri umgengni.

Með tilliti til þess að fá undan honum hvolpa er rétt að taka fram eftirfarandi-efnislega haft eftir eiganda hundsins, Stefáni Jónssyni piparsveini en óðalsbónda á Höskuldsstöðum: „Bósi var mesti fjörhundur greyið. Já. Það var hann og duglegur að sækja fé en verri að reka með honum. Hann átti það til að bíta ef hann var orðin þreyttur. Nú er hann orðinn gamall, bara gamall hundur“.

Aðspurður um hæfileika til getnaðar sagði bóndi: „ Ja ég held að hann sé orðinn frekar linur við það, frekar linur. Hann hefur alltaf farið upp í Dal. Þar eru tíkur og verið þar á lóðaríi. Er mér er nær að halda að hann hafi ekki farið þangað uppeftir í ár”.

Hundurinn er ekki falur eins og er. Í sambandi við það sagði bóndinn: „ Ég þarf enga hundapeninga til að lifa á“ : Hann ætlar að láta vita ef hann skiftir um skoðun!

Ekki er getið um þann sem skrifar þetta

Reikningur bosi

 

(hægt að stækka myndina og sjá kostnaðarliði)

Bósi var síðar seldur til Watson fyrir 1.000 kr og eigandinn fór með hann til Reykjavíkur og fékk greitt fyrir far og uppihald í 2 daga tæplega 300 krónur samkvæmt reikningi

Það var ekki auðvelt fyrir bónda að láta Bósa af hendi. Hann lét hann með þeim skilmálum að hann fengi fréttir af honum og mynd þegar hann væri kominn á leiðarenda (til Kaliforniu) og svo þegar hundurinn væri allur.

http://hundalifspostur.is/2015/11/24/kvedjustund-a-keldum/