Fræðslukvöld Hundalífs í febrúar

Á fræðslukvöldi Hundalífs fimmtudagskvöldið 25. febrúar verður fyrirlesturinn „hundalíf í sögu þjóðar“. Þórhildur Bjartmarz fer yfir heimildir um hunda og hundahald frá 900 til 1900. Fyrirlesturinn byrjar kl. 20 og verður til ca 21,30 á Smiðjuvegi 9, gul gata.