Merki fyrir fyrirtæki og stofnanir

Af Heimasíðu FÁH

Kæru hundavinir

Undanfarin misseri hefur hundaeign aukist gríðarlega á Íslandi og vakning orðið á að bæta þurfi hundamenningu landsins. Mörg fyrirtæki hafa verið að bjóða ábyrga hundaeigendur velkomna með hunda sína þegar þeir hafa lagt leið sína tilþeirra. Þessum fyrirtækjum ber að hrósa. Til að þakka fyrir okkur og auðvelda þessum fyrirtækjum að vera sýnilegir hundavinir þá höfum við í Félagi ábyrgra hundaeigenda útbúið merkingar sem fyrirtæki geta nýtt sér og sett á áberandi stað. Til að breyta hundamenningu á Íslandi þarf að ala upp vel umhverfisþjálfaða hunda sem ábyrgir hundaeigendur setja ekki í aðstæður sem þeir ráða ekki við. Við erum farin að stíga skrefin og er það von okkar í Félagi ábyrgra hundaeigenda að við eigum eftir að byggja saman upp hundavænt samfélag á Íslandi.

sjá: http://www.fah.is/node/289

hundar_leyfðir_utisvaedi_merki1hundar_leyfðir_merki1