Hundaæði í fyrsta skipti í 200 ár

www.mbl.is: Norsk heil­brigðis­yf­ir­völd hafa staðfest að leður­blaka sem fannst dauð í Valdres var smituð af hundaæði en það er í fyrsta skipti í tæp 200 ár sem sjúk­dóm­ur­inn, sem er ban­vænn, grein­ist á meg­in­landi Nor­egs.

Kar­en Johanne Baalsrud, yf­ir­dýra­lækn­ir í Nor­egi, staðfest­ir þetta í sam­tali við norska rík­is­út­varpið í gær. Hún var­ar fólk við því að taka að sér leður­blök­ur sem eru veik­ar. „Við vilj­um ekki vekja ótta en vilj­um samt upp­lýsa al­menn­ing. Við biðjum fólk um að muna að leður­blök­ur eru rán­dýr sem á að láta í friði.”

Hún seg­ir að hver sá sem er bit­inn af leður­blöku eigi að þvo sárið vel með sápu til þess að minnka hætt­una á sýk­ingu.

Frétt NRK

Hundaæði kom upp á Sval­b­arða fyr­ir nokkr­um árum en þá var kona bit­in af ref sem var með hundaæði.

Sam­kvæmt Vís­inda­vefn­um er hundaæði bráð heila­bólga sem öll spen­dýr geta smit­ast af. Sjúk­dóm­ur­inn sem or­sak­ast af veiru, lýs­ir sér með krampa­flog­um, einkum í vöðvum sem stjórna önd­un og kyng­ingu. Það ein­kenni­lega er að kramp­arn­ir koma fram eða versna mikið við til­raun­ir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatns­hljóð eða heyra talað um vatn. Af þess­um ástæðum hef­ur sjúk­dóm­ur­inn stund­um verið kallaður vatns­fælni.

Annað sjúk­dóms­ein­kenni er mynd­un á miklu og seig­fljót­andi munn­vatni. Nafnið hundaæði staf­ar af því að sjúk­dóm­ur­inn leggst oft á hunda og ger­ir þá hrædda, óró­lega, slef­andi og árás­ar­gjarna. Hægt er að bólu­setja við hundaæði en þeir sem veikj­ast af sjúk­dómn­um deyja flest­ir eft­ir um viku veik­indi með mikl­um þján­ing­um.

Hundaæði er land­lægt í stór­um hluta heims­ins. Þau svæði sem eru laus við þessa plágu eru Suður­skautslandið, Ástr­al­ía, flest­ar eyj­ar í Kyrra­hafi, Jap­an, Taív­an, Bret­lands­eyj­ar, Skandi­nav­íu­skag­inn, Fær­eyj­ar og Ísland. Öll þessi lönd reyna eft­ir fremsta megni að koma í veg fyr­ir að sjúk­dóm­ur­inn ber­ist til þeirra en helstu hætt­urn­ar eru flutn­ing­ur gælu- og hús­dýra milli landa auk ferða villtra dýra sem erfitt er að hamla.

Á eyj­um eins og Íslandi er til­tölu­lega auðvelt að koma í veg fyr­ir hundaæði með ströngu eft­ir­liti með inn­flutn­ingi lif­andi dýra en slíkt eft­ir­lit er einnig nauðsyn­legt vegna annarra sjúk­dóma eins og gin- og klaufa­veiki.

Ekki er vitað með vissu hve marg­ir menn smit­ast ár­lega af þess­um hræðilega sjúk­dómi. Ein­staka til­felli kem­ur upp í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku en í Rómönsku-Am­er­íku, Asíu og Afr­íku er hundaæði veru­legt vanda­mál.

Sjúk­dóm­ur­inn smit­ast venju­lega með biti sjúks dýrs en veir­an get­ur einnig kom­ist í gegn­um slím­húðir í munni og aug­um ef til dæm­is munn­vatn úr sjúku dýri berst þangað. Veir­an kemst í taug­ar á smitstað og berst síðan eft­ir þeim til miðtauga­kerf­is­ins. Oft­ast er hún 3-10 vik­ur á þeirri leið, en stöku sinn­um tek­ur það þó mun lengri tíma.

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2015/10/14/hundaaedi_i_fyrsta_skipti_i_200_ar/