SKK lýsir yfir fullum stuðningi við NKK. Hvað gerir HRFÍ?

Þórhildur Bjartmarz:

Sænska hundaræktarfélagið hefur lýst yfir fullum stuðningi við mótmæli norska hundaræktarfélagsins varðandi heimsýninguna í Kína.   Eins og áður hefur komið fram á Hundalífspóstinum hefur NKK mótmælt að FCI heimsýningin 2019 verði haldin í landi þar sem ill meðferð á hundum viðgengst.

Hvaða afstöðu mun stjórn HRFÍ taka? Eins og fram hefur komið þá skorar NKK á dómara, sýnendur og aðra félagsmenn sína að sniðganga sýninguna í Kína. Mun HRFÍ fylgja fordæmi NKK og SKK?  Við félagsmenn hljótum að kalla eftir áliti stjórnar HRFÍ.

Sænska hundaræktarfélagið