Svæðafélag norðurlands og FHA

 Þórhildur Bjartmarz

Á Akureyri eru tvö hundafélög starfandi. Svæðafélag norðurlands sem starfar undir merkjum HRFÍ og Félag hundaeigenda á Akureyri http://fhakureyri.weebly.com/ en fyrsta félag hundaeigenda á Akureyri var Hundavinafélagið sem stofnað var 1962

Ég hitti frábært hundafólk á Akureyri um helgina. Þetta fólk starfar ýmist undir merkjum Svæðafélagsins eða Félagi hundaeigenda og nokkrir starfa með báðum félögunum.  En hver var tilgangurinn með öðru félagi? Svæðafélagið hafði starfað í mörg áður en FHA var stofnð. Etv er svarið að finna í lögum félagsins;

3.gr

Tilgangur félagsins er að vinna að bættum hag hunda og hundaeigenda á Akureyri, efla félagsmenn til hreyfingar og afþreyingar með hundum í samfélaginu og miðla fræðslu.

4.gr

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

a)     halda uppi reglubundnum viðburðum þar sem hundar og menn koma saman til að efla félagslega þörf hunda, hreyfingu og afþreyingu

b)    halda úti fræðslu- og tengslavef fyrir félagsmenn og annað áhugafólk um hunda, hundahald og tengd málefni.

c)     fylgjast með því að yfirvöld virði rétt hunda og hundeigenda og knýja á um úrbætur í þeim efnum.

María Björk Guðmundsdóttir er formaður FHA. Hún ætlar að senda okkur fljótlega pistil um starfsemi Félags hundaeigenda á Akureyri.

thorhildurbjartmarz@gmail.com