Hver er staðan nú í innflutningi hunda?

Þórhildur Bjartmarz:

Hver er staðan í innflutningi gæludýra eftir verkfall dýralækna hjá MAST.

Í Einangrunarstöðinni í Höfnum

Samkvæmt heimasíðu Einangrunarstöðvarinnar í Höfnum eru fyrstu hundarnir komnir í sóttkví því auglýst innkoma er 29. 30. júní og 1. júlí

images 111

En hvað með Hrísey?

Hundalífspóstuinn hafði samband við Kristinn í Einangrunarstöðinni í Hrísey.

Við byrjum að taka inn gæludýr 20. -22.  júlí og er það fyrsta holl eftir verkfall. Það hefur ekki verið mikill innflutningur hjá mér þannig að þetta verkfall hjálpaði mínum rekstri og fleiri dýr koma hingað í sóttkví. Það er nóg pláss hjá mér og það hefur verið svo að nánast allur innflutningur gæludýra fer í gegnum Hafnir á Reykjanesi og er ég að íhuga að hætta starfsemi í Hrísey þar sem greinilega er ekki vilji fyrir samkeppni á þessum markaði.

Einangrunarstöð fyrir gæludýr í Hrísey hefur verið rekin allt frá árinu 1989 og hef ég komið þar nærri í meir og minna í öll þessi ár. Ég var einnig með einangrunarstöð fyrir svín í 17 ár. Tók svo alveg sjálfur við gæludýra rekstrinum í byrjun árs 2008 þannig að ég hef mikla reynslu af rekstri sem varðar innflutning á dýrum. Svo kom hrunið sem hafði sín áhrif og svo síðustu ár var líka hrun í innflutningi til mín.