Ófremdarástand vegna einangrunar

Þórhildur Bjartmarz:

Í Mbl 21. apríl sl. var sagt frá hundi sem var sendur aftur til Noregs vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá MAST.  Á þeim tíma sem verfallið skall á var nýtt tímabil í sóttkví að hefjast í Einangrunarstöðinni í Höfnum  en þar er pláss fyrir 23 hunda og 9 ketti. Innfluttum dýrum er haldið í sóttkví í Höfnum eða Hrísey í 4 vikur. Dýrin koma öll inn á sama tíma og útskrifast á sama tíma.

Nú er liðinn rúmur mánuður og þau dýr sem áttu pláss í apríl hefðu nú lokið einangrun og komin á sín heimili. Í síðustu viku átti næsti hópur gæludýra að koma í Einangrunarstöðina í Höfnum en sama ástand ríkir þar, stöðin er tóm og enn má ekki flytja inn dýr til landsins.

Þetta er skelfilegt ástand fyrir marga hundaeigendur. Bæði fyrir fólk sem er að flytjast búferlum og þá sem hafa keypt hvolpa af ræktendum sem hafa tekið að sér að halda hvolpinum lengur en almennt gerist og þurfa svo að senda hann síðar úr landi með mikilli fyrirhöfn. Innflytjendurnir eru í vandræði vegna bólusetningavottorða erlendis og svo þeir sem hafa keypt sér farseðla til að sækja dýrin sín.

Er ekki starfandi nefnd innan HRFÍ sem fjallar um einangrunarmál? Vonandi gerir nefndin þá kröfu að það verði athugað hvort hægt sé með einhverju móti að stytta einangrunina þegar verkfallinu lýkur. Ég hef alltaf heyrt að Ástralía sé með stöngustu kröfur um innflutning og einangrun. Því kom mér verulega á óvart fréttin þegar Johnny Deep smyglaði hundum sínum til Ástralíu að hundar og kettir þyrftu að vera í sóttkví í það minnsta í 10 daga.

Sjá úrdrátt úr fréttinni á mbl:

Ströng lög eru um innflutning á dýrum í Ástralíu til þess að forðast að sjúkdómar berist til þarlendra dýra. Kettir og hundar sem koma til landsins verða að vera í sóttkví í það minnsta í tíu daga.

http://ruv.is/frett/astrolsk-yfirvold-hota-hundum-depp-liflati

thorhildurbjartmarz@gmail.com