Sýnum aðgát á varptíma fugla

Þórhildur Bjartmarz:

 

Á þessum árstíma er áríðandi að sýna varptímanum tillitsemi. Víða má sjá hreiður og oft gerist það að fugl flýgur upp rétt fyrir framan mann á göngu úti í víðáttunni. Gerist það er líklegt að fuglinn hafi legið á hreiðri og þá er áríðandi að ganga frá þeim stað og kalla í hundinn með sér, sé hann laus. Hreiður geta verið á ýmsum stöðum t.d. á mel, við trjástofna, á trjágreinum, í holum svo eitthvað sé nefnt.

12. og 13, júní 2015 062 12. og 13, júní 2015 063 12. og 13, júní 2015 064 12. og 13, júní 2015 087 12. og 13, júní 2015 092 12. og 13, júní 2015 108 12. og 13, júní 2015 112 12. og 13, júní 2015 114 12. og 13, júní 2015 118

Öðrum dýrum og ungviðinu í náttúrunni þarf að sjálfsögðu líka að sýna tillitsemi. Það þarf að hafa flest alla hunda í taumi eða löngu bandi nálægt fé. Sjálf hef ég reynslu af því að missa hund á eftir hreindýrum sem voru í mikilli fjarlægð frá hundinum. Hreindýr eru mjög fælin og getur sá eltingaleikur orðið ansi langur og borist langa vegalengd yfir fjöll.

 

12. og 13, júní 2015 072 12. og 13, júní 2015 071 12. og 13, júní 2015 015

Sýnum náttúrunni tillitsemi og verum ábyrg með hundana okkar.

thorhildurbjartmarz@gmail.com

ljósmyndir Þórhildur Bjartmarz