Skoðun Gísla Marteins

Hundalífsbloggið þakkar Gísla Marteini Baldurssyndi fyrir að fá að birta færslu sem hann setti á Facebook-síðu sína í lok janúar á þessu ári. Gísli Marteinn er kjarnyrtur og segir skoðun sína umbúðalaust í nokkrum setningum svo það fer ekki á milli mála hvað honum finnst. Á níundahundrað manns lækuðu færsluna.

„Við Tinni erum ekki ánægðir með þá forræðishyggju ríkisins að stjórna því með lögum og reglugerðum hvort fólk megi taka hund eða kött með sér inn á opinbera staði. Af hverju þarf ríkið að stjórna því hvort gæludýr megi koma inn á tónleikastað, sólbaðsstofu, skóla eða kirkju? Hvers vegna má t.d. einkarekinn skóli ekki leyfa skólastjóranum að hafa hundinn með í vinnunni? Og hvers vegna má eigandi gistihúss ekki leyfa gesti frá Akureyri að hafa hundinn sinn með sér inná herbergi? Útum allan heim ræður fólk við það að setja sér þessar reglur sjálft – en hér ræður forræðishyggjan ríkjum. Og svokallaðir hægri menn eru jafnvel enn stjórnlyndari en sósíalistarnir.“