Hundabannskilti og hundaskattur

Þórhildur Bjartmarz

Hundaeigandi birti eftirtektaverða færslu ásamt mynd af hundabannskilti á Facebook síðu sinni og skrifar m.a:

Við alla innganga Gufuneskirkjugarðs og svo aftur um allt inní garðinum sjálfum. Ný og fín skilti. Þá vitum við í hvað hundaskatturinn fer.

Rekstrarkostnaður vegna hundaeftirlitsins má finna á síðu Reykjavíkurborgar. Það er skemmtilegt að velta því upp hvort hundaeigendur greiði sjálfir fyrir hundabannskiltin sem ætluð eru til að hefta aðgang þeirra að ýmsum stöðum. Er kostnaður af gerð þeirra partur af útgjöldum undir liðnum Annar rekstrarkostnaður sem er rúmlega þrjár miljónir? En eins og sami hundaeigandi skrifar:  Hvaða rök standa á bak við svona firru?

Rekstur hundaeftirlits Reykjavíkurborgar 2016:

Eftirlitsgjöld -29.586.749,00

Handsömunargjald -180.900,00

Leyfisgjald -4.190.300,00

Samtals tekjur: -33.957.949,00

Mánaðarlaun 19.944.876,00

Launatengd gjöld 4.871.957,00

Samtals laun: 24.816.833,00

Bifreiðakostnaður 673.152,00

Húsaleiga 3.154.000,00

Dýrageymsla 103.281,00

Tryggingar 5.465.528,00

Annar rekstrarkostnaður 3.052.039,00

Samtals rekstrarkostnaður 12.448.000,00

Samtals laun og rekstrarkostnaður 37.264.833,00

Gjöld umfram tekjur: 3.306.884,000

Sjá: http://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_thjonustulysingar/uppgjor_2010-2016.pdf

 

Hundahald – Gjaldskrá 2017

Þjónusta Verð
Skráning 20.800
Skráning eftir útrunninn frest 31.700
Árlegt eftirlitsgjald 19.850
Handsömun 30.200