Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 10 2021
Tíunda hlýðnipróf ársins var haldið sunudaginn 14. nóvember í reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum. Tólf hundar voru skráðir. Níu hundar fengu einkunn þar af tveir í Bronsmerki, sex í Hlýðni I og einn í Hlýði II. Fjórir hundar hlutu I. einkunn, einnn II. einkunn og einn III einkunn í Hlýðni I. Einn hundur var skráður í Hlýðni II fékk aðra einkunn.
Einkunnir og sætaröðun:
Bronsmerki:
Í 1. sæti með 163 stig og Bronsmerki HRFÍ Iban von Bad Boll – German shepherd dog IS29146/20 og Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Í 2. sæti með 124 stig Forynju Dropi German shepherd dog IS28580/20 og Björgvin Ingvar Ómarsson
Báðir hundarnir voru í Bronsprófi í fyrsta sinn og náðu ágætis árangri. Vonandi sjáum við þá í Hlýðni I á næsta ári. Til hamingju Auður Sif og Björgvin
Hlýðni I
Í 1. sæti með 187,5 stig I einkunn og Silfurmerki HRFÍ Gjósku Ýktar Væntingar – German shepherd dog IS27897/20 og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Í 2. sæti með 186 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Garðsstaða Assa Labrador retriever IS27613/20 og Gunnar Örn Arnarsson
Í 3 sæti með 174 stig I. einkunn Hrísnes Góða Nótt – Labrador retriever IS 19611/14 og Kristín Jóna Símonardóttir
Í 4 sæti með 163,5 stig I. einkunn Hetju Eltu skarfinn Massi – Labrador retriever IS21791/16 og Aníta Stefánsdóttir
Í 5. sæti með 147stig II. einkunn Fjallatinda Freyr – German short-haired pointer IS 24128/18 og Díana H. Sigurfinnsdóttir
Í 6. sæti með 125,5 stig III. einkunn Stekkjardals Eleanor Kaldi IS26322/19 og Anna Vigdís Gísladóttir
Þessir hundar í 1. og 2. sæti voru að taka próf í fyrsta sinn í Hlýðni I. Frábær árangur hjá þessum nýliðum og við óskum eigendum þeirra til hamingju. Væntanlega sjáum við Hildi Kristínu og Gunnar Örn mæta með þessa flottu vinnuhunda í prófin á næsta ári
Þau Aníta Stefánsdóttir og Labradorinn Hetju Eltu Skarfinn Massi komu frá Akureyri til að freista þess að fá I. einkunn í þriðja sinn í Hlýðni I og uppfylla þar með skilyrði fyrir titlinum OB-I og það gekk upp í dag. Til hamingju Aníta og Sigþór
Hlýði II
Í 1. sæti með 156 stig II. einkunn Undralands Sancerre – Australian shepherd IS25746719 og Berglind Gísladóttir
Prófstjóri: Þórhildur Bjartmarz
Ritari: Hildur Sif Pálsdóttir
Dómari: Silja Unnarsdóttir
Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar fyrir gott starfsár. Það hefur verið ánægjulegt að ná að halda úti fullri starfsemi og fá góða þátttöku í öll hlýniprófin sem haldin hafa verið á árinu. Megi Vinnuhundadeildin halda áfram að blómstra á árinu 2022
Einkunnir eru birtar með fyrirvara um villur. Eins og fyrr er þátttakendur hvattir til að fara yfir prófblöðin og láta vita ef villur leynast í útreikningi