Þetta fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum. Níu hundar voru skráðir í prófið . Fjórir í Bronspróf, þrír í Hlýðni I, einn í Hlýðni II og einn í Hlýðni III. Allir hundarnir náðu prófi.
Einkunnir
BRONS:
Með 138 stig 1. sæti og Bronsmerki HRFÍ Kolgrímu Oh My God IS26577/19 German shepherd
Með 133 stig 2. sæti og Bronsmerki HRFÍ Gjósku Una Buna IS21248/15 German shepherd
Með 118 sig 3. sæti Forynju Breki IS26984/19 German shepherd
Með 95 stig 4. sæti Gjósku X-Man IS26913/19 German shepherd
HLÝÐNI I:
Með 196,5 stig I. einkunn 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ Forynju Bara Vesen IS26981/19 German shepherd
Með 174 stig I. einkunn 2. sæti Fly And Away Accio Píla IS24816/18 border collie
Með 155 stig II. einkunn 3. sæti Forynju Bestla IS26987/19 German shepherd
Forynju Bara Vesen er einungis 18 mánaða og var í fysta sinn skráð í Hlýðni I. Þetta er ótrúlega góður árangur í fyrstu tilraun þar sem einkunnin er með þeim hæstu sem gefnar hafa verið í þessu flokki.
HLÝÐNI II:
Með 177 stig I. einkunn I. sæti og Gullmerki HRFÍ Asasara Go Go Vista IS22483/16 border collie. Þar með uppfyllir Vista skilyrði fyrir OB-II meistaranafnbót þar sem kröfurnar eru þrisvar sinnum I. einkunn í Hlýðni II
HLÝÐNI III:
Með 263 stig I. einkunn 1. sæti Vonziu´s Asynja IS19838/14 German shepherd. Þar með uppfyllir Ynja skilyrði fyrir titlinum Íslenskur hlýðnimeistari sem er vel við hæfi þar sem Ynja var fyrsti hundurinn á Íslandi til að taka próf í Hlýðni III árið 2016. En þetta er s.s. í þriðja sinn sem Ynja hlýtur I. einkunn í Hlýðni III. Vonziu´s Asynja er annar hundurinn á Íslandi sem fær þrisvar sinnum I. einkunn í Hlýðni III og hlýtur þar með nafnbótina Íslenskur Hlýðnimeistari.
Prófið gekk ágætlega og gaman að tveir hundar bættu við sig hlýðni-nafnbót í dag. Til hamingju með þann áfanga Hildur Pálsdóttir og Silja Unnarsdóttir. Og þið hin sem tókuð próf til hamingju með árangurinn og takk fyrir þátttökuna.
Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir
Ritari: Tinna Ólafsdóttir
Aðstoðarmenn: Erla Heiðrún og Marta
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Fh Vinnuhundadeildar HRFÍ þakka ég öllum þeim sem komu að prófinu fyrir góðan dag.
Birt með fyrirvara um villur