Hlýðnipróf VinnuhundadeildarHRFÍ var haldið í kvöld

Þórhildur Bjartmarz:

Prófað var í þremur flokkum: 4 í brons, 1 í hlýðni I og 1 hundur í hlýðni II. Það er langt síðan próf hefur verið haldið í hlýðni II og því sérstaklega ánægjulegt að tíkin Ynja fékk 170,5 stig af 200 mögulegum. Stórkostlegur árangur hjá þessari ungu tík og eigandanum Hildi Pálsdóttur. Úrslitin voru: 1 hundur náði bronsmerki, 1 hundur náði prófi í hlýðni I og 1 hundur fékk I. einkun í hlýðni II.

Dómari var Björn Ólafsson, prófstjóri  Erla H. Benediktsdóttir og ritari Guðbjörg Guðmunsdóttir. Hér fylgja nokkrar myndir úr prófinu: