Hlýðnipróf nr 5 2020 Akureyri
Síðari dagur í árlegu hlýðniprófi Svæðafélags Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ fór fram í dag. Sjá umfjöllun um hlýðnipróf nr 4.
Hlýðni I próf:
Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk – til að ná einkunn þarf 100 stig – hundar fá svo I. II. og III. einkunn eftir stigafjölda
- sæti með 193,5 stig I. einkunn IS20995/15 Hugarafls Hróður, border collie og Elín Lára Sigurðardóttir
- sæti með 186,5 stig I. einkunn IS21791716 Hetju Eltu skarfinn Massi, labrador og Aníta Stefánsdóttir
- sæti með 150,5 stig II. einkunn IS 260507/19 Dalmo Ice And No More Shall We Part, Dalmatian og Gróa Sturludóttir
- sæti með 118 stig III. einkunn IS 26987/19 Forynju Bestla, German shepherd dog og Berglind Rán Helgadóttir
Þar með eru þau Hrói og Elín Lára með hæstu einkunn ársins í Hlýðni I og í þriðja sinn sem Hrói (Hróður) fær I. einkunn í Hlýðni I. Þar með uppfyllir hann skilyrði fyrir titlinum OB-1. Til hamingju með frábæran árangur um helgina Elín Lára.
Þau Massi og Aníta áttu einnig góða helgi bættu við sig stigum frá því í gær en þau verða að mæta í próf hjá öðrum dómara til að geta sótt um titilinn OB-I
Hlýðni III próf:
- sæti með 238,5 stig II. einkunn IS 24111/17 Ibanez White Shephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz.
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Elín Þorsteinsdóttir
Ritari: Anna Stefánsdóttir
Prófið fór fram í Reiðhöll Léttis á Akureyri og var umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar eins og alltaf.
F.h. okkar þátttenda lengra að komna þakka ég norðanfólki fyrir frábæra helgi í glæsilegri aðstöðu í reiðhöll Léttis.