Hlýðnipróf nr 9 2019

HLÝÐNIPRÓF HRFÍ NR 9 2019

Níunda hlýðnipróf ársins fór fram í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum sunnudaginn 10. nóvember.  Átta hundar, í þremur keppnisflokkum voru skráðir í þetta síðasta hlýðnipróf ársins 2019. Flokkaskipting og einkunnir eru:

 

Bronspróf:

  1. sæti með 108 stig og Bronsmerki HRFÍ Fjallahrings Skreppur, Australian cattle dog – eigandi Jónína Guðmundsdóttir

Þetta var í fyrsta sinn sem þessi tvö mættu í próf, bæði hundurinn og stjórnandinn og má segja að þetta sé vel gert í fyrstu tilraun til að ná Bronsmerkjaprófinu.

 

Hlýðni I:

  1. sæti með 197 sig, I. einkunn Ljósvíkur Alda eig: Ingibjörg Friðriksdóttir
  2. sæti með 191 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Forynju Aston eig: Hildur Pálsdóttir
  3. sæti með 185 stig I. einkunn og Silfurmerki HRFÍ Ivan von Arlett eig: Hildur Pálsdóttir
  4. sæti með 155 stig II. einkunn Fjallahrings Leiðindaskjóða eig: Jóhanna Eyvindsdóttir
  5. sæti með 130 stig III. einkunn Julianna´s Helena eig: Huld Kjartansdóttir

Fjórir af þessum fimm hundum voru að taka próf í fyrsta sinn í Hlýðni I. Tveir af þessum fjórum náðu fyrstu einkunn og Silfurmerki HRFÍ í fyrstu tilraun sem er mjög góður árangur. Það má segja að Ljósvíkur Alda hafi verið besti hundur dagsins með 197 stig í Hlýðni I en hún var áður búin að fá Silfurmerki HRFÍ. Gaman að sjá svona marga hunda í þessum keppnisflokki og eigendurinir koma örugglega með að halda áfram á næsta ári.

 

Hlýðni II:

  1. sæti með 164,5 stig I. einkunn Ibanez White shephard Fjalladís, White Swiss shepherd – eig: Þórhildur Bjartmarz
  2. sæti með 129,5 stig III. einkunn Gillegaard Let´s Dance Miniature schnauzer – eigandi Gróa Sturludóttir

Fjalladís var þarna að ná I. einkunn í annað sinn en Kría schnauzer var í fyrsta sinn skráði í hlýðni II og stóð sig með ágætum en fékk 0 í tveimur æfingum sem dró einkunnina verulega niður.

 

Dómari: Björn Ólafsson

Prófstjóri: Erla Heiðrún Benediktsdóttir

Ritari: Marta Sólveig Björnsdóttir

Vinnuhundadeild HRFÍ þakkar þeim sem komu að prófinu

 

(birt með fyrir vara um villur)