Hlýðnipróf HRFÍ nr 8 2019

Áttunda hlýðnipróf ársins fór fram í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum sunnudaginn 13. október. Sjö hundar voru skráðir í fjórum flokkum. Flokkaskipting og einkunnir eru:

Bronspróf:

  1. sæti með 142,5 stig og Bronsmerki HRFÍ Fjallahrings Leiðindaskjóða, Australian cattle dog og Jóhanna Eyvindsdóttir
  2. sæti með 124,5 stig og Bronsmerki HRFÍ Fjallahrings Tífill, Australian cattle dog og Friðrik Gunnar Berdsen
  3. sæti með 119,5 stig Argeneta´s Sigmund Svensk, Schnauzer og Valgerður Stefánsdóttir

Þetta var í fyrsta sinn sem Leiðindaskóða og Tífill mættu í próf, bæði hundarnir og stjórnendurnir og má segja að þetta sé mjög góður árangur í fyrstu tilraun til að ná Bronsmerkinu. Sigmund stóð hins vegar upp í liggja æfingunni og missti þar 40 stig fékk s.s. 0 í þeirri æfingu og fékk því ekki Bronsmerki en var áður kominn í mjög góða einkunn.

Hlýðni I:

  1. sæti með 168 stig og I. einkunn Norðan Heiða Svarta Þoka Skotta, Flat coated retriever og Gunnhildur Jakobsdóttir
  2. sæti með 155 stig og II. einkunn Fly And Away Accio Píla, border collie og Silja Unnarsdóttir

Skotta og Gunnhildur náðu að uppfylla skilyrði fyrir OB-I nafnbótinni.  En þær Píla og Silja voru í sínu fyrsta prófi saman og skelltu sér beint í Hlýðni I.  Þær fengu framúrskarandi einkunn í öllum æfingum en tvisvar sinnum 0 og stóðu samt sem áður uppi með 155 stig.  Þvílíkt próf hjá þeim og verður gaman að fylgjast með þeim halda áfram á næstu misserum.

Hlýðni II:

  1. sæti með 164,5 stig og I. einkunn Asasara Go Go Vista, border collie og Silja Unnarsdóttir. Vista og Silja voru að taka próf í hlýðni II í fyrsta sinn. Þær fengu góðar einkunnir í öllum æfingum en O í æfingunni að senda áfram og standa (rúta). En fyrsta einkunn og þær stefna beint í hlýðni III í næsta skrefi. Það var virkilega gaman að sjá Silju með border collie mæðgurnar Pílu og Vistu.

Hlýðni III:

  1. sæti með 221 stig og III. einkunn Uppáhalds Gæfa Fóa, Schnauzer og Valgerður Stefánsdóttir. Prófið byrjaði mjög vel en Fóa skilaði röngum kubbi í lyktaræfingunni þar sem hún á að taka kubb með lykt stjórnanda. Æfing sem Fóa hefur margsýnt að hún ræður vel við. Hins vegar er það járnkeflið sem Fóa samþykkir alls ekki. Eftir að Vala henti keflinu tók Fóa smá sýningu hoppaði og var til í allar aðrar æfingar en að taka kaldan málm í kjaftinn. Dómarinn féll ekki fyrir þessu uppátæki og gaf 0 fyrir æfinguna.

 

Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Prófstjóri: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ritari: Svava Guðjónsdóttir

Vinnuhundadeild HRFÍ þakkar þeim sem komu að prófinu

 

(birt með fyrir vara um villur)