Þórhildur Bjartmarz:
Fyrsta hlýðnipróf ársins var haldið 25. marz á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum. Alls voru 8 hundar skráðir í prófið og skiptist þannig í keppnisflokka:
4 hundar voru skráðir í Bronspróf
3 hundar fengu einkunn og 2 þeirra Bronsmerki HRFÍ.
1. sæti með 169 stig af 180 mögulegum Abbadís og Þórhildur Bjartmarz – Bronsmerki HRFÍ
2. sæti með 125 stig Þoka og Birta Skúladóttir – Bronsmerki HRFÍ
3. sæti með 123 stig Sóley og Ditta Tómasdóttir
Til að ná einkunn í Bronsprófi þarf 90 stig að lágmarki og til að ná Bronsmerkinu þarf a.m.k. 5 í öllum æfingum.
3 hundar voru skráðir í Hlýðni I próf
2 hundar fengu I einkunn og silfurmerki HRFÍ. 1 hundur fékk III. einkunn
1. sæti með I. einkunn 174 stig af 200 stigum Aska og Hildur Pálsdóttir – silfurmerki HRFÍ
2. sæti með I. einkunn 161 stig King og Katrín Jóna Jóhannsdóttir – silfurmerki HRFÍ
3. sæti með III. einkunn 139,5 Krummi og Guðrún Huld Kristinsdóttir
Til að ná einkunn í Hlýðni I prófi þarf 100 stig að lágmarki og til að ná Silfurmerki þarf a.m.k. 5 í öllum æfingum.
1 hundur var skráður í Hlýðni III
1. sæti með II. einkunn 225 stig af 320 mögulegum Ynja og Hildur Pálsdóttir
Dómari var Albert Steingrímsson
Prófstjóri var Silja Unnarsdóttir
Ritari var Stefanía Sigurðardóttir
Prófið hófst kl. 09 og stóð yfir til ca 11.30 og gekk vel fyrir sig í alla staði.
F.h. Stjórnar Vinnuhundadeildar þakka ég öllum fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir fá starfsmenn prófsins.