Á málþingi FÁH um hundahald í þéttbýli á Íslandi afhenti Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður félagsins Sabina Leskopf formanni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þessa áskorun.
B.t. Reykjavíkurborgar
Frá Félagi ábyrgra hundaeigenda
- febrúar 2018
Áskorun til Reykjavíkurborgar
Félag ábyrgra hundaeigenda skorar á Reykjavíkurborg að eiga samtal við hundaeigendur um framtíðarsýn borgarinnar varðandi málefni hunda.
Kannanir sýna að um 20% heimila í landinu haldi hund og eru því hundar hluti af mörgum fjölskyldum í borginni.
Raddir hundaeigenda hafa ekki fengið að heyrast þegar teknar hafa verið ákvarðanir varðandi málefni er varða þá og teljum við í Félagi ábyrgra hundaeigenda vera orðið löngu tímabært að hlustað sé á það sem þeir hafa fram að færa.
Okkur hefur sýnst á þeim svæðum í borginni sem skipulögð hafa verið að undanförnu að ekki sé gert ráð fyrir hundum.
Því skorar Félag ábyrgra hundaeigenda á borgina að eiga samtal við hundaeigendur og horfa inn í framtíðina með þeim varðandi það að gera Reykjavík að hundavænni borg.
Virðingarfyllst, stjórn Félags ábyrgra hundaeigenda