Þórhildur Bjartmarz:
Sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið 19. september á Hólmsheiði.Einungis þrír hundar voru skráðir í prófið allir í spor I. Prófið gekk mjög vel, allir hundarnir náðu að rekja sporin og fundu alla hluti í slóðinni. Aðstæður voru frábærar hitastig um 9°og smá andvari. Langhundurinn Hubert var efstur í prófinu náði II. einkunn 80 af 100 stigum og tveir hundar náðu III. einkunn.
I sæti með 80 stig Hubertus Primus Adu Ász. Eigandi og stjórnandi Stefanía H. Sigurðardóttir.
II sæti með 78 stig Great North Golden Arcticwolf. Eigandi og stjórnandi Guðbjörg Guðmundsdóttir.
III sæti með 70 stig Svarthöfða Jon Bon Jovi. Eigandi og stjórnandi Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Prófstjóri: Kristjana Guðrún Bergsteinsdóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz
Þetta var annað sporaprófið sem haldið var á árinu. Fyrsta prófið var í ágúst á Hólmsheiðinni þá voru fimm hundar skráðir í spor I. Fjórir tóku prófið en fengu ekki lágmarkseinkunn.