Hundar í bílum
Matvælastofnun vill benda hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri.
Samkvæmt 21. grein reglugerðar um aðbúnað gæludýra má ekki skilja hund eftir í eða á flutningstæki án eftirlits ef hitastig getur farið yfir +25°C eða undir -5°C, og aldrei má skilja hund einan eftir í flutningstæki ef hann sýnir merki um vanlíðan.
Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma.
Gætum vel að dýrunum okkar svo allir geti notið góðviðrisins.
sjá einning:
http://hundalifspostur.is/2015/06/29/hundar-geta-ofhitnad-og-drepist-i-heitum-bil/
http://hundalifspostur.is/2015/06/01/hundar-geta-ofhitnad-i-bilum/