Bergljót Davíðsdóttir:
Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var 2013, er skýrt kveðið á um rétt barna til lífs án mismununar en grundvallarákvæðið í sáttmálunum sem við höfum innleitt og lög kveða á um að farið sé eftir er eftirfarandi klausa: Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra. sem mest líða fyrir fátækt og mismunun eru börnin.
Hér á síðum hefur ekki farið mikið fyrir umræðu um hve mörg þeirra búa við misrétti; misrétti sem þau er fædd inn í vegna foreldra sem ekki geta eða eiga neina möguleika á að veita þeim það sem þau þarfnast.
Því finnst mér að það þurfi að ræða það sérstaklega og berjast fyrir réttlæti börnum til handa, ekki síst nú ljósi vöntunar á húsnæði. Stóru leigufélögin banna algjörlega gæludýr í íbúðum sínum og í nær flestum auglýsingum sem bjóða íbúðir til leigu af einstaklingnum er ávalt tekið fram að gæludýr séu ekki leyfð. Þeir sem til þekkja vita hvað barn getur sótt mikla huggun til hundsins á heimilinu eða kisurnar. Hundurinn elskar skilyrðislaust og það er hægt að segja honum allt og gráta í feldinn hans.
Í örvæntingarfullri leit foreldra að húsnæði standa þeir frami fyrir gríðarlega erfiðri ákvörðun. Eigum við að leigja það sem okkur býðst og fórna einum fjölskyldumeðlimi?
Ég er hundakona og dýravinur og mínir vinir og kunningjar einnig. Því hef ég orðið vitni að slíkum harmi sem það veldur börnum að þurfa að sjá á eftir sínum sálufélaga og besta vini. Horft á foreldra þeirra engjast af kvíða og vanlíðan vegna þess að þeir verða að segja börnum sínum ósatt ellegar særa þau illa eða hreinlega treysta sér ekki ti þess að ræða og útskýra fyrir þeim það óréttláta samfélag sem msmunar fólki. Hvað gerir foreldri til að til að draga úr sársaukanum sem speglast í augum barnsins þegar við segjum þeim slæm tíðindi?
Ég á ekki í neinum vandræðum með að setja mig í spor þeirra. Það er grimmd að setja fólk í þá stöðu að þurfa að velja. Það er slík örvænting og harmur að ganga í gegnum að þurfa að segja bönum sínum ósatt, eða finna til vanmáttar að vera í þeirri stöðu sem krefst þess að það þarf að særa barnið sitt og eig ekki val um neitt annað.
Fyrir dynti og þvermóðsku dvergvaxinna mannvitsbrekkna, skilningsleysi eða bara molbúahætti okkar Íslendinga látum við það viðgangast að sá sjálfsagði réttur að halda saman fjölskyldunni ALLRT sé ekki virtur. Örfáir stjórna líðan margfalt fleiri með hreinni grimmd eða frekju sem setur foreldra í slíka aðstöðu að þau eiga ekki val. Börnin og við eða hundurinn?
Við sömu götu búa önnur börn sem fá að halda sínum hundi. Það þurfti ekki að koma honum fyrir í sveit ( hvít lygi foreldrana til að draga úr sársauka barnanna)
Hvernig eiga þau að skilja það misrétti sem þau búa við, en ekki vinurinn í húsinu á móti.
Er þetta ekki öllum skiljanlegt? Það er enginn vafi á að það eru brotin lög með því að svipta börn réttindum til að halda gæludýrinu sínu, en þessi orð í barnasáttmálanum eru ekki flókin: ” … félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.”
Þýðir það ekki einfaldlega að þeir foreldrar sem eru fátækir og geta ekki átt eða búið í einbýlishúsi, verða að særa börnin sín til að hafa skjól yfir höfuðið. Ég geri mér ljóst að sumir eru ríkir og aðrir fátækir, en þessi grundvallarregla sáttmálans hefur ekki með það að gera. Heldur er það stjórnvöld, sbr Félagsbústaðir, sjálft Öryrkjabandalagið, sem rekur leiguíbúðir undir Brynjunafninu og almenningur sem leigir íbúðirnar sína, sem eiga að fara fremst í flokki með góðu fordæmi og brjóta ekki á rétti barna.
Nú kann einhver að nefna ofnæmi. Því vil ég svar því ég hef kynnt mér það vel og þð er ekkert annað en fyrirsláttur, vegna þess að það er aðeins þeir sem haldnir eru alvarlegu bráðaofnæmi sem verða að halda sig fjarri dýrum. Á Íslandi eru aðeins örfá prósent allra ofnæmissjúklinga haldin bráðaofnæmi og flest; takið eftir flest eru með ofnæmi fyrir hnetum og skelfiski.
Barn með bráðofnæmi getur ekki setið við hlið barns í skólanum sem kemur af hundaheimili. En barn með bráðaofnæmi getur auðveldlega búið í blokk með bráðaofnæmi þó hundur búi í einni íbúðinni ef sátt og tillitsemi ríkir um að gera sitt besta til að engin þurfi að þjást.