Af hverju halda hundum í gíslingu

Þórhildur Bjartmarz:

Í gærkvöldi skrifaði ég pistil um handsömun hunda. Þetta umfjöllunarefni var að sjálfsögðu enn í huganum í morgungöngunni með hundana.

Þá kom upp þessi hugsun af hverju getur Heilbrigðiseftirlitið haldið hundum í gíslingu uns handsömunargjald hefur verið greitt. Af hverju er ekki hafður einhver afhendingarseðill fyrir skráða hunda þar sem eigandi eða mótttakandi hundsins kvittar fyrir mótttöku og samþykkir að greiða kröfu innan 30 daga eins og aðrar skuldir. Eftir 30 daga hafi krafan ekki verið greidd, fer hún í innheimtuferli eins og aðrar skuldir sem við verðum að standa skil á.

Hvaða kjaftæði er þetta eiginlega að fólk hafi þann einan kost að greiða skuld á skrifstofutíma annars fái það hundinn sinn ekki afhendann. Ef hundurinn sleppur seint á föstudegi þá fær eigandinn hann líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á mánudegi. Ég spyr, er það yfirleitt löglegt að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eða Garðabæjar geti haldið þessari eign manna í gíslingu. Eftir því sem ég hugsa meira um þetta finnst mér það fáranlegt og siðlaust.  Þessar reglur hafa verið í gildi í um 30 ár. Margt hefur breyst og flestir geta greitt allar sínar skuldir í heimabanka eins og t.d. hundaleyfisgjöldin. Ættum við þá ekki að geta greitt svona kröfu líka í heimabanka?

Hvað segja nýir frambjóðendur til stjórnar HRFÍ? Eru þeir tilbúnir til að beita sér fyrir breytingum á reglum um hundahald?

Ég vil bæta því við hér að ég er ekki í neinum vafa um að það sé vel hugsað um hundana sem færðir eru í geymslu á vegum bæjarfélagana hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu og tel mig vita að þeir aðilar sem þar starfa gera sitt besta til að hundunum líði vel.

sjá reglur:

http://reykjavik.is/thjonusta/hundahald-og-hundaeftirlit

Hundar fást afhentir þegar greitt hefur verið handsömunargjald sjá gjaldskrá, auk alls kostnaðar sem bæst hefur við vegna dvalar eða geymslu hundsins.

http://hundalifspostur.is/2016/04/19/reglur-vardandi-handsomun-hunda