Þórhildur Bjartmarz:
Í tímaritinu: Vikan frá árinu 1982 er viðtal við Guðrúnu R. Guðjohnsen þáverandi formann HRFÍ.
Blaðamaðurinn spyr Guðrúni:
Sumir láta hundana sofa uppí hjá sér, hvað finnst þér um það?
Guðrún svaraði:
Fólk verður auðvitað að ráða þessu sjálft..
Smellið svar hjá Guðrúnu en viðtalið var tekið á meðan enn ríkti hundabann í flestum þéttbýlisstöðum landsins. Margir voru á móti hundahaldi og hafa öruggleg hneykslast mikið á því að formaður HRFÍ væri ekki andvígur þvílíku uppátæki.
Nú þegar ég rifja þetta upp þá rennur upp fyrir mér að ég fæ þessa spurningu æ sjaldnar í hundaskólanum. Fyrir nokkrum árum var þetta eitt af þeim málum sem var mjög umdeilt meðal hundafólks og oft feimnismál þeirra sem fylgdu ekki ströngustu reglum um uppeldi hvolpa. Nýir hvolpaeigendur sem voru að stíga sín fyrstu skref í hundahaldi spurðu sérstaklega um það á námskeiðum hvort það væri í lagi að hundurinn fengi að sofa í rúmi heimilismanna.
Hundaeigendur sem eru andvígir því að hundurinn sofi í rúmi heimilismanna týna til ýmislegt máli sínu til stuðnings, jafnvel að hundurinn verði í eilífðri valdabaráttu við heimilismenn og verði með tímanum óalandi með öllu. Jafnvel fólk sem á ekki hund sjálft hefur skoðun á málinu og hneykslast á því við aðra að vinafólk eða frændfólk leyfi hundinum að sofa uppí.
Hundar hafa jú í árþúsundir sofið í fleti eða rúmi manna. Það var eitt af þeirra hlutverkum að halda hita á fólkinu sínu. Hundarnir voru miklir hitagjafar í köldum hýbýlum. Að leyfa þeim að sofa í rúmi sínu er því engin ný bóla og ekkert til að hræðast eða hneysklast á.
Ég tek undir svar Guðrúnar sem hún gaf fyrir 35 árum síðan og gef sama svar þegar ég er spurð. Þetta er eitthvað sem þú ákveður sjálf/sjálfur.
Ég ætla að deila með lesendum stuttri frásögn frá svipuðum tíma.
Það var snjóavetur og erfitt að komast leiðar sinnar með barnavagn. Ég átti átti á þessum tíma tvær labradortíkur sem voru tengdar fyrir sleða og barnavagninum haganlega komið fyrir á sleðanum. Svona ferðaðist ég um hverfið, fór í verslun og þangað sem ég þurfti og allt gekk að óskum.
Einn morgunin skaust ég inn í verslun á Langhvoltsveginum. Þegar ég hafði lokið erindi mínu og var að undirbúa mig fyrir að leggja aftur af stað stóðu tvær konur álengdar og pískruðu sín á milli. Ég hélt auðvitað að þær væru að dáðst að dugnaðinum í hundunum sem drógu sleðann á eftir sér. Nei aldeildis ekki. Þegar þessar prúðu konur gengu framhjá sagði önnur þeirra mjög hátt og skýrt við vinkonu sína:
„Finnst þér þetta ekki ógeðslegt.“ Vonbrigði mín voru mikil – ég hélt að þær væru að dáðst að dugnaði hundanna og útsjónarsemi minni. Og enn í dag get ég hneykslast á því hvað þær voru hneykslaðar á mér!