Hundagerðið í Laugardal

Þórhildur Bjartmarz:

Í morgun átti ég leið um austuhluta Reykjavíkur og datt í hug að stoppa við hundagerðið í Laugardag til að hleypa hundinum aðeins út úr bílnum.  Vissi að hundagerðið stendur á fallegum stað í dalnum nærri Glæsibæ með ágætri aðkomu. En hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta litla gerði. Ég skrefaði það ca 30 x 20 þannig að gerðið býður varla upp á að maður geti gengið um með hundinum. Þetta er svona rétt til að standa eða sitja á bekknum og horfa á hundinn þefa og losa sig. Gerðið hefði þurft að vera a.m.k. helmingi stærra til að vera góður kostur til að leyfa hundum að hlaupa um og hreyfa sig. En þetta er einn af möguleikum borgarbúa til að leyfa hundunum sínum að vera lausum samkvæmt 15. grein í Samþykkt um hundahald í Reykjavík.

Það er ótrúlegt hvað fólk gengur illa um þarna. Ég var með nokkra skítapoka meðferðis og fyllti þá fljótt því af nógu var að taka. Samt er rulsatunna alveg við girðinguna og því ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir eigendur að þrífa upp eftir hundana sína og losa sig við pokana.  Það sem mér var ekki síður illa við, það voru sígarettustubbar út um allt. Það er eitthvað sem ætti ekki að vera á svæði þar sem hvolpar leika sér.  En sem sagt fallegt en lítið sleppihólf þar sem hundaeigendur þurfa að ganga betur um.

 

ýmisl 25. ágúst 2016 063 ýmisl 25. ágúst 2016 070

ýmisl 25. ágúst 2016 065 ýmisl 25. ágúst 2016 071

 

Nr. 478 16. maí 2012 SAMÞYKKT um hundahald í Reykjavík.

 

  1. gr. Staðir þar sem hundar mega vera lausir. Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum, þó alltaf undir umsjá ábyrgs aðila: 1. Geirsnefi. 2. Geldinganesi. 3. Við Rauðavatn utan göngustígs við vatnið. 4. Innan hundaheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem samþykkt hafa verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.

 

hundagerði

http://reykjavik.is/sites/default/files/Frettir_skjol/kort-stadsetning-hundagerda.pdf