Þórhildur Bjartmarz:
Tveggja daga hlýðnipróf var haldið í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi helgina 28. og 29. maí á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Aðstæður voru krefjandi, frekar kalt, úrkoma og talsverður vindur. Alls voru 12 hundar skráðir til prófs á laugardag og 8 á sunnudag. Allir sem fóru í prófið á sunnudag voru einnig í prófinu á laugardag.
Á laugardag voru 5 hundar voru skráðir í bronsmerkjapróf og fengu 4 bronsmerkið:
Í 1. sæti voru Gulli og Dimma schaffer
Í 2. sæti voru Theresa og Blakkur íslenskur fjárhundur
Í 3. sæti voru Kristín Jóna og Nótt labrador
Í 4. sæti voru Ína og Katla poodle
Þá voru 6 hundar skráðir í hlýðni I. 3 hundar fengu I. einkun og 3 hundar fengu II einkun.
2 hundar voru með sömu einkun í 1. – 2. sæti með 184 stig
Það voru Vigdís með Nökkva og Elín Lára með Gjósku
Í 3. sæti með 1. einkun var Vala með Fóu snauzer
Í fyrsta sinn var hundur skráður í hlýðni III. Hildur og Ynja mættu í hlýðni III til prufu. Því miður náðu þær ekki einkun í þetta sinn en gott fyrir Hildi, prófstjórann og dómarann að fá æfingu við framkvæmd í hlýðniprófi III.
Í leik eftir prófið
Leitað skjóls í rokinu
Ritari á laugardag var Bryndís Kristjánsdóttir
Prófstjóri var Brynhildur Bjarnadóttir,
Dómari Þórhildur Bjartmarz
Fyrir hönd Vinnuhundadeildar þakka ég þeim sem tóku prófið fyrir þátttökuna, skemmtilega samveru og í heild frábæra helgi.
Þórhildur Bjartmarz