Choc er fundvís á eiturlyf og vopn

Mbl.is: Lögregluhundurinn sem nefndur er Choc hlaut heiðursverðlaun frönsku lögreglunnar nýverið. Choc, sem er af kyninu Malinois, belgísku fjárhundakyni, hefur í störfum sínum fyrir lögregluna fundið eiturlyf sem eru metin á um 7,5 milljónir evra, um fimmtíu vopn og bankakvittanir metnar á 1,5 milljónir evra.