Þórhildur Bjartmarz:
Á fésbókarsíðu deildar innan HRFÍ sl. miðvikudag 23. marz hófust umræður um störf stjórnar viðkomandi deildar. Ekki er lengur hægt að sjá færslurnar og hvernig mál þróuðust en næsta dag mátti lesa:
Þræði verði eytt út, minni á reglur HRFÍ.
1.2. Koma ávallt þannig fram að það skaði ekki eða vinni á móti HRFÍ. Tjá sig hvorki
meiðandi um félagið né félagsmenn.
1.3. Koma þannig fram í tengslum við sýningar, próf eða keppnir að það hafi ekki áhrif á…
Ég er búin að vera mjög hugsandi yfir þessu síðan þessum þræði var eytt út og þá sérstaklega: Tjá sig hvorki meiðandi um félagið né félagsmenn. Það hljóta að vera mjög skiptar skoðanir á því hvar mörkin liggja í meiðandi. Sá sem skrifar og sá sem les eru líklega algjörlega ósammála, en tjáningar- og skoðanafrelsi og réttur til upplýsinga eru meðal grundvallarmannréttinda hvers manns.
Það er ekki hægt að ljúka málum á þennan hátt og því spyr ég hvort það þurfi ekki að vera sáttanefnd í HRFÍ? Er ekki áríðandi að báðir aðilar geti útskýrt sitt mál fyrir þriðja aðila? Ef félagsmanni finnst að stjórn deildar hafi gerst brotleg á einhvern hátt þá er engum meiri hagur í því en sjálfri stjórninni að fá tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum og þá fyrir þriðja aðila.
Í hvaða reglur er verið að vísa á fésbókarsíðu deildarinnar? Sjá:
Grundvallarreglur fyrir félagsmenn í Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ) frá 1.júní 2014
- Almennt
Félagsmönnum í Hundaræktarfélagi Íslands ber að:
1.1. Umgangast og annast hunda og önnur dýr vel, á þann hátt sem eftirlitsaðilar HRFÍ og dýraverndunar- og heilbrigðisyfirvöld viðurkenna.
1.2. Koma ávallt þannig fram að það skaði ekki eða vinni á móti HRFÍ. Tjá sig hvorki meiðandi um félagið né félagsmenn.
1.3. Koma þannig fram í tengslum við sýningar, próf eða keppnir að það hafi ekki áhrif á tækifæri annarra hunda til að fá réttlátan dóm. Félagsmaður skal ekki tjá sig á meiðandi hátt um um hunda annarra, starfsmenn HRFÍ og/eða þátttakendur í viðburðum á vegum félagsins, hvort sem er í ræðu eða riti, á prenti eða á vefnum. Gildir þetta jafnt á viðburðum félagsins sem utan þeirra.
1.4. Framfylgja lögum og reglum HRFÍ. Leggja sig fram um að uppfylla skyldur, sem fylgja því að halda hund og sniðganga ekki reglur og ákvarðanir HRFÍ.
1.5. Hvorki styðja né taka þátt í þjálfun, prófum eða keppnum sem byggja á ógnun eða átökum hunds og manns (t.d. árásar- og/eða varnarþjálfun). Þessi regla gildir um starfsemi á Íslandi. Í undantekningartilvikum viðurkennir HRFÍ próf og keppnir á vegum erlendra hundaræktarfélaga þar sem svokölluð varnarvinna er hluti þess.